
Kostir þess að stunda líkamsrækt á meðgöngu
Rannsóknir hafa sýnt að barnshafandi konur sem eru heilsuhraustar eiga að geta stundað líkamsrækt í a.m.k. 30 mínútur á dag, flesta ef ekki alla daga vikunnar, eins og ráðlagt er fyrir konur sem ekki eru barnshafandi.
Kostir
- Eykur þol og styrk og undirbýr konuna þannig fyrir það maraþon sem meðgangan er.
- Minnkar þyngdaraukningu og fitusöfnun sem hefur þau áhrif að meðgangan er auðveldari auk þess sem líkamsímynd konunnar verður betri. Eftir fæðingu er konan fljótari að ná aftur fyrri þyngd.
- Lægri tíðni stoðkerfisverkja, s.s. bakverkja og grindarverkja.
- Lægri tíðni þvagleka á meðgöngu og eftir fæðingu.
- Styttri fæðingartími og minni þörf fyrir læknisfræðileg inngrip í fæðingu, s.s. deyfingar, sogklukku og keisaraskurð.
- Bætir andlega vellíðan, t.d. með því að minnka kvíða og þunglyndi, auka sjálfsálit og bæta líkamsímynd.
- Bætir svefn og eykur starfsþrek.
- Dregur úr tíðni ýmissa meðgöngukvilla, s.s. ógleði, harðlífi, bjúg á útlimum, krömpum í fótleggjum, æðahnútum og blóðtöppum.