Næstu námskeið

Næstu námskeið hefjast þann 31. mars 

Mömmutímar í Sporthúsinu

9:40 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga – 2x eða 3x í viku 
10:50  mánudaga, miðvikudaga og föstudaga – 2x eða 3x í viku.

Lesa meira um mömmunámskeið

Meðgöngutímar í Sporthúsinu

17:30 mánudaga og miðvikudaga en einnig í boði að mæta með mömmunum á morgnana og fá æfingar við sitt hæfi eða í skvísupúlið. 

Lesa meira um meðgöngunámskeið

Skvísupúl

18:30  mánudaga og miðvikudaga og 10:00 sunnudaga

Skvísupúl eru ný námskeið fyrir konur á öllum aldri og hentar t.d. vel fyrir þær konur sem eru byrjaðar að vinna en opið fyrir allar konur. 

Námskeiðin eru kennd af Dagmar Heiðu Reynisdóttur hjúkrunarfræðingi sem hefur sérhæft sig í þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu síðastliðin 18 ár. Hægt að byrja á námskeiði hvenær sem er og greiða þá í samræmi við það.

Skráningar og fyrirspurnir: dagmar@fullfrisk.is eða sími: 661-8020.  
Einnig hægt að skrá sig í gegnum afgreiðslu eða heimasíðu Sporthússins:

VERÐ

3x í viku í 6 vikur = 29.900 kr
2x í viku í 6 vikur = 25.900 kr 

Sporthúsmeðlimir fá sinn meðlimaafslátt af námskeiðum og allar konur fá aðgang að glæsilegri aðstöðu Sporthússins svo og opnum tímum á meðan að námskeiði stendur. Staðgreidd kort og skólakort veita ekki afslátt heldur bætist námskeiðstíminn aftan á kortið

Mömmuhópar

Fullfrísk hefur einnig verið að taka að sér meðgöngu- og mömmuhópa (t.d. hópa af konum sem eiga í sama mánuði) og boðið þeim tilboð. Hópurinn fær tilboð af fyrsta námskeiði og fær tengiliður hópsins (sú sem nær hópnum saman) frítt á fyrsta námskeið.

Ef þú vilt fá tilboð fyrir hópinn þinn endilega hafðu þá samand við dagmar@fullfrisk.is