
Ég heiti Dagmar Heiða Reynisdóttir og útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2004. Á lokaárinu mínu skrifaði ég BS-ritgerðina „Líkamsrækt á meðgöngu“ og út frá því kviknaði áhuginn fyrir því að þjálfa óléttar konur og í framhaldinu nýbakaðar mæður.
Þjálfararéttindi og bakgrunnur:
- Hjúkrunarfræði úr Háskóla Íslands
- Einkaþjálfaraskóli World Class
- Þolfimikennararéttindi frá Hreyfingu
- Hóptíma kennararéttindi frá Fusion Fitness Acadamy
- TRX þjálfararéttindi
- Ketilbjöllu þjálfararéttindi
- Foam Flex þjálfararéttindi
- Body Attack og Body Jam kennararéttindi frá Les Mills
- Skyndihjálparnámskeið Rauðakross Íslands
- BTLS – Basic Trauma Life Support – námskeið í fyrstu meðferð slasaðra
- ACLS – Advaced Cardiac Life Support – námskeið í sérhæfðri endurlífgun
Líkamsræktar ráðstefnur:
- Les Mills Life Stokkhólmur 2015
- Les Mills Life London 2016
- SCW Fitness Mania Boston 2017
- SCW Fitness Mania Atlanta 2018
Persónulegur bakgrunnur:
- Æfði samkvæmisdans í 12 ár
- Æfði Tae Kwon Do og tók svarta beltið
- Þolfimi og ýmis konar líkamsrækt og námskeið
- Hlaup, en mín helsta ástríða í dag eru löng utanvega- og fjallahlaup og er ég einnig þjálfari hjá Náttúruhlaupum
- Bootcamp síðan 2006
Líkamsrækt er stór þáttur í lífi margra kvenna og aldrei eins mikilvægt að halda áfram að styrkja sig og hreyfa eins og á meðgöngu og eftir fæðingu barns. Ég er sjálf þriggja barna móðir og var með mikla grindargliðnun á mínum meðgöngum en hef fundið leiðir til að æfa fram á síðasta dag.
Fullfrísk hóf göngu sína árið 2007 og hef ég hef kennt meðgöngu- og mömmuleikfimi frá þeim tíma. Hjá Fullfrísk eru konur á öllum stigum meðgöngu og mömmur með misgömul börn og misvanar hreyfingu en allar geta tekið þátt með því að hlusta á líkamann og fara eftir ráðleggingum þjálfara varðandi mismunandi stig æfinga. Mikið er lagt upp úr því að hafa létt og skemmtilegt andrúmsloft í tímum og að gera skemmtilega hluti saman utan tíma svo sem að fara út að borða sama.